…annars bara frekar mygluð og hlökkum til að komast í sund

Samsköpunarverk unnið í Listaháskólanum (en mest að heiman) á tímabilinu apríl-maí 2020 í fyrstu bylgju COVID-19.

Screen Shot 2021-02-22 at 6.53.48 PM.png
manudaginn_1.png
manudaginn_2.png
launalaust.png

Brot úr sameiginlegri dagbók, 6. apríl - 4. maí

Í morgun vaknaði ég grátandi.
Er ekki einhver stemning í loftinu? Einhver helvítis stemmari?

Af hverju er svona auðvelt að finnast allt sem maður gerir svo ljótt og ömurlegt?
Langar að öskra í kodda. Er samt bara að gráta í kodda.
Á morgun. Á mánudaginn. Í gær var mánudagur á morgun og ég fattaði það ekki. Á morgun ætla ég að byrja að fara eftir skipulaginu. Í morgun vaknaði ég og fattaði að það var komin mánudagur.

Ég kann ótrúlega að meta það hvað þetta er glæsileg fjölskylda sem ég á að. Það er líka svo gaman að vera með eitthvað sem að maður er alltaf spenntur fyrir, löngun er svo góð tilfinning!
Það er svona einhver lognmolla í loftinu. Einhver helvítis stemmari.
Ég skil ekki afhverju maður stundar þetta ekki meira á veturna?? - að fara bara út í garð eins og maður sé í 25+ stiga hita nema bara klæða sig fyrir kuldann. Sól er sól.
Já takkkkkkk!! sólin er svo blíð, annars er ég ekki búinn að gera neitt spennandi.

Það stefnir í launalaust sumar hjá mér.
Lítill í mér, líður ílla, en það gefur mér innblástur, vegna þess að þegar mér líður þá finnst mér ég þurfa sanna fyrir sjálfum mér að ég sé ekki aumingi.
Æj shit, hvað er ég að gera? Bara búin að fresta í allan dag. Af hverju er ég ekki stressaðari eða duglegari eða að chilla bara og njóta þess? Hvað gerði ég eiginlega í dag?
Af hverju er ég ekki að fara uppá fjall á hverjum degi? Af hverju hreyfi ég ekki mig bara á hverjum degi núna? Ég held ég muni aldrei fyrirgefa mér það að koma úr þessu lockdowni sixpacklaus.

En, þetta er bara svona dót sem þarf að klára. Ég er líka búinn með meirihlutann. Ef þetta væri samloka þá er ég búin að finna brauðið og smyrja sneiðarnar. Finna til papriku og kál og núna þarf ég bara að finna eitthvað eitt álegg í viðbót og krydd til að þetta verði mjög góð samloka.

Að lokum, langar mig bara til að segja hvað ég er ánægður með lífið mitt og spenntur fyrir því að lifa áfram.

P.S. Mér finnst ég ekki vera góður í neinu, ég er bara avarage í allskonar. Það þýðir líka að ég mun aldrei komast neitt áfram því ég er ekki með fókus á eitt.

Höfundur og leikstjóri: Hákon Örn Helgason
Höfundar og flytjendur: Katrín Helga Ólafsdóttir, (Erna) Kanema Mashinkila, Magnús Thorlacius, Mio Storåsen

Upptaka: https://vimeo.com/419948372